Vilja sannleiksnefnd um Geirfinnsmálið

mbl.is/Ómar

Lögð hefur verið fram tillaga á Alþingi sem felur í sér að forseti Alþingis skipi í samráði við forsætisnefnd að sannleiksnefnd til að rannsaka málsmeðferð svonefndra Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Þeir sem standa að tillögunni eru þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson, Þráinn Bertelsson, Margrét Tryggvadóttir, Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall, Ólína Þorvarðardóttir, Skúli Helgason, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Lúðvík Geirsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.


„Sannleiksnefndin fari ítarlega yfir alla málsmeðferð og rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála frá því á áttunda áratug 20. aldar. Nefndin verði skipuð þremur einstaklingum: lögfræðingi, sagnfræðingi og reynslumiklum fjölmiðlamanni. Hún skili niðurstöðum til Alþingis eigi síðar en 1. október 2012. Nefndin hafi óheftan aðgang að öllum gögnum málanna og leitist við að kalla til alla þá sem enn lifa og komu við sögu í rannsókn þeirra og málsmeðferð,“ segir í tillögunni.

Þingsályktunartillagan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert