Vill rannsóknarnefnd um Geirfinnsmálið

Ragnar Aðalsteinsson.
Ragnar Aðalsteinsson.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður, sagði í morgunþætti Rásar 2, að hann vildi að Alþingi nýtti ákvæði í nýjum lögum og setti upp rannsóknarnefnd sem rannsaki málsmeðferðina í svonefndum Guðmundar- og Geirfinnsmálum frá upphafi til enda.

Ragnar fór með mál Sævars Ciesielskis þegar hann reyndi að fá málið tekið upp fyrir 15 árum en því hafnaði Hæstiréttur. Ragnar sagði, að til þessa hefði ekki verið neinn vilji af hálfu hins opinbera til að upplýsa þessi mál. M.a. hefði ósk hans um aðgang að gögnum í fórum embættis ríkissaksóknara verið hafnað.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að hann muni síðar í vikunni skýra frá því hvernig hann muni bregðast við kröfu um að Guðmundar- og Geirfinnsmál verði tekin upp að nýju. Málið og umgjörð þess verði skoðað.

Stöð 2 hefur að undanförnu fjallað um dagbækur, sem Tryggvi Rúnar Leifsson, einn þeirra sem dæmdir voru í Geirfinnsmálinu, hélt á meðan hann var í gæsluvarðhaldi og einangrun í Síðumúlafangelsinu árið 1974. Tryggvi Rúnar var síðar dæmdur í 13 ára fangelsi vegna Geirfinnsmálsins. Hann lést árið 2009.

Réttarsálfræðingurinn Gísli Guðjónsson sagði við Stöð 2 að hann teldi nauðsynlegt að rannsaka málið í nýju ljósi dagbókanna með tilliti til falskra játninga. Í dagbókunum segist Tryggvi Rúnar vera saklaus en hafa játað til að sleppa út gæsluvarðhaldi. Hann lýsir einnig lyfjum, sem honum voru gefin, aðallega róandi lyf og þunglyndislyf.

„Ég hef alltaf talið, að fyrr eða síðar myndu þessi mál, annaðhvort eða bæði, verða upplýst," sagði Ragnar á Rás 2. „Að það séu til ennþá einhverjir sem vita hvað gerðist og ég tel að þeir muni gefa sig í ljós á einhverjum tíma. Nú eru komin fram ný gögn og því mun þetta mál ekki lenda í hinni endanlegu þöggun."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert