Álftanes fær milljarð

Frá Áltanesi
Frá Áltanesi mbl.is/Golli

Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga næstu þrjú árin, með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi. Samkomulag hefur náðst við lánadrottna um afskriftir upp á um fjóra milljarða. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Ákvörðunin um framlag jöfnunarsjóðs til Álftaness hefur verið á borði ríkisstjórnarinnar, og er hluti af viðamiklum aðgerðum til að bjarga fjárhag sveitarfélagsins. Skuldir álftaness og skuldbindingar eru um 7,5 milljarðar króna.

Viðræður við Garðabæ um sameiningu hafa staðið yfir að undanförnu, en þar er í raun beðið eftir því hvernig fjárhagur Álftaness mun líta út. Framlagið úr jöfnunarsjóði er að hluta til vegna fyrirhugaðrar sameiningar, sagði enn fremur í fréttum RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert