Engin samræða við stjórnvöld

Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, segir að töluvert skorti upp á samræðu við stjórnvöld og því hafi samtökin farið fram á að fundi sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna sem fara átti fram í dag yrði frestað. Ekkert hefur verið ákveðið um hvenær hann muni fara fram.

Samtökin eru með þessum aðgerðum að reyna að koma ferlinu í annan farveg en það lenti í á síðasta ári þegar það skilaði óviðunandi niðurstöðum að mati samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert