Fyrsti snjór haustsins er fallinn á Akureyri en bæjarbúar vöknuðu við hvíta jörð í morgun. Áður hafði gránað ofan í miðjar hlíðar bæði Hlíðarfjalls og Vaðlaheiðar. Snjórinn ætti þó að hafa stutta viðkomu í bænum því á morgun er spáð rigningu og hlýnandi veðri.
Í dag er spáð slyddu og snjókomu á Norðurlandi með vaxandi norðaustanátt.