42% af makrílnum innan íslensku lögsögunnar

Alls mældust 2,7 milljónir tonna af makríl í sumar á hafsvæðinu í kringum Ísland, Færeyjar og um Austurdjúp og að ströndum Noregs. Þar af var 1,1 milljón tonna innan íslenskrar efnahagslögsögu eða um 42%.

Um var að ræða sameiginlegan rannsóknarleiðangur Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna sem farinn var í sumar.

Í leiðangri sömu þjóða sumarið 2010 var heildarmagnið metið 4,4 milljónir tonna en svipað magn innan íslenska hafsvæðisins og nú. Á vef Hafrannsóknastofnunar segir, að það sem sé helst talið skýra muninn á heildarmagninu milli ára sé, að leiðangurinn nú náði yfir mun minna hafsvæði en í fyrra. Eins náði leiðangurinn hvorki að mörkum útbreiðslusvæðis makríls í vestur né suðaustur.

Vefur Hafrannsóknastofnunar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert