Bjarni sammála ASÍ „í einu og öllu“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist algerlega sammála ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem hún sendi frá sér í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans í dag.

Í ályktuninni lýsir miðstjórn ASÍ vonbrigðum sínum með þá stefnu sem liggur til grundvallar nýju fjárlagafrumvarpi og segir það byggja á veikum forsendum um efnahagsbata sem því miður sé lítil innistæða fyrir. Þá segir m.a. að ekkert bóli á endurskoðaðri efnahagsstefnu þar sem tekist sé á við brýn úrlausnarefni á borð við fjárfestingaráætlun, hagvaxtaráætlun og stefnu stjórnvalda í vaxta-, gengis- og verðlagsmálum.

Umsögn Bjarna um ályktunina er einfaldlega: „Sammála. Í einu og öllu.“

Vantar svör um stefnumörkun

Facebook-síða Bjarna Benediktssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert