Félag frjálslyndra jafnaðarmanna endurreist

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag.

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna hefur verið endurreist samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu en aðalfundur þess var haldinn í dag og stjórn kjörin. Þá stóð félagið fyrir fundi í dag um stöðu mála í íslensku atvinnulífi þar sem framsögumenn voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra.

Formaður endurreists félags er Arnar Guðmundsson, verkefnastjóri, og varaformaður Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur. Aðrir í stjórn eru Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir, Gunnar Tryggvason, rafmagnsverkfræðingur, og Anna Sigrún Baldursdóttir, MBA og hjúkrunarfræðingur.

„Félag frjálslyndra jafnaðarmanna er stofnað til að vinna að framgangi upplýstrar jafnaðarstefnu í anda valddreifingar, lýðræðis, frelsis og jafnréttis. Hin tvíþætta áhersla frjálslyndra jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar á brýnt erindi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert