Gat ekki sagt nei

Kofi Annan og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag.
Kofi Annan og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Kofi Ann­an, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna og hand­hafi friðar­verðlauna Nó­bels, kom til Íslands síðdeg­is í dag og sit­ur nú blaðamanna­fund á Bessa­stöðum ásamt Ólafi Ragn­ari Grím­syni, for­seta Íslands.

„Ég er ánægður með að vera hér aft­ur. Ég man vel eft­ir fyrstu heim­sókn minni til Íslands. Þegar ég var beðinn að koma og fagna 100 ára af­mæli Há­skóla Íslands gat ég ekki sagt nei. Há­skól­ar leika stórt hlut­verk í framtíðinni,“ sagði Ann­an í upp­hafi blaðamanna­fund­ar­ins.

Kofi Ann­an kem­ur til Íslands í boði for­seta Íslands og Há­skóla Íslands og mun í kvöld sitja kvöld­verð í boði for­seta ásamt for­ráðamönn­um Há­skól­ans og ráðherr­um.

Kofi Ann­an flyt­ur á morg­un, föstu­dag, upp­hafs­ræðuna á hátíðar­málþingi Há­skóla Íslands í til­efni af hundrað ára af­mæli skól­ans. Málþingið ber heitið „Áskor­an­ir 21. ald­ar­inn­ar“ og hefst kl. 13:00 í Há­skóla­bíói.

Í fyrra­málið heim­sæk­ir Kofi Ann­an, í fylgd for­seta, Hell­is­heiðar­virkj­un þar sem ís­lensk­ir vís­inda­menn og sér­fræðing­ar munu kynna hon­um kosti jarðhita­nýt­ing­ar fyr­ir þró­un­ar­lönd, einkum Afr­íku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert