Litlar breytingar á fylgi flokkanna

Fylgi ríkisstjórnarinnar mælist 34% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent sem er sama fylgi og fyrir mánuði. Óverulegar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærsti flokkur landsins með 36% fylgi sem er sama fylgi og fyrir mánuði. Samfylkingin mælist með 22% sem er einnig óbreytt staða.

Vinstrihreyfingin - grænt framboð bætir við sig einu prósentustigi og mælist nú með 15% fylgi en Framsóknarflokkurinn tapar að sama skapi einu prósenti og er nú með 16%.

Fylgi Hreyfingarinnar er 3% sem er sama fylgi og fyrir mánuði, 9% segjast myndu kjósa einhver önnur framboð.

Könnunin var gerð á tímabilinu 31. ágúst til 28. september og var úrtakið 6.649 manns. Svarhlutfall var 60,5%.

Heimasíða Capacent

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert