Segir ráðninguna hneyksli

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar. Ómar Óskarsson

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í morgun að ráðning Páls Magnússonar í starf forstjóra bankasýslu ríkisins sé hneyksli. Þar hafi verið ráðinn maður sem hvorki hafi reynslu né menntun til starfsins.

Helgi sagði í umræðu um störf þingsins að bankasýslan hafi verið svipt trausti og trúverðugleika með ráðningunni. Einnig að hentisjónarmið eða tilfallandi mat eigi ekki að gilda þegar kemur að forstjóra stofnunarinnar og allir verði að sitja við sama borð.

Þá vísaði hann til þess að ráðningin hafi meðal annars verið rökstudd með reynslu Páls í stjórnsýslunni og sagði að í þessu tilviki gæti reynslan ekki talist jákvæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert