Sjálfvirk skráning í trúfélög afnumin

Nýfædd börn.
Nýfædd börn. Reuters

Inn­an­rík­is­ráðherra hyggst á haustþingi leggja fram frum­varp þess eðlis að sjálf­krafa skrán­ing barns í trú­fé­lag móður við fæðingu verður af­num­in. Er þetta í sam­ræmi við álit Jafn­rétt­is­stofu frá des­em­ber 2008 um að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag brjóti í bága við jafn­rétt­is­lög.

Málið var nokkuð til um­fjöll­un­ar í mars 2009 en þá spurði Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður Vinstri grænna, Rögnu Árna­dótt­ur, þáver­andi dóms­málaráðherra, út í málið. Árni sagðist þá telja að um mik­il­vægt jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mál væri að ræða og vildi hann að farið yrði eft­ir áliti Jafn­rétt­is­stofu, þ.e. að að samþykki beggja for­sjáraðila þurfi til, ef þeir eru fleiri en einn, og að börn séu ekki sjálf­krafa skráð í trú­fé­lög held­ur sé það ákvörðun for­sjáraðil­anna, hvort sem þeir eru einn eða fleiri, hvernig þeim mál­um er háttað.

Ragna sagðist geta verið því sam­mála að svo for­takslaus regla sem finna má í lög­um um trú­fé­lög geti verið óheppi­leg, ekki síst ef hún þyki brjóta í bága við jafn­rétt­is­lög. Í kjöl­farið sagðist hún ætla að beita sér fyr­ir því að skrán­ing­in yrði end­ur­skoðuð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu fór þessi skoðun fram og skil­ar hún sér í því frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um trú­fé­lög sem áður var nefnt.

Hags­mun­ir barns­ins að leiðarljósi

Í ræðu Rögnu á þingi rak hún sögu skrán­ing­ar­inn­ar.  Nefndi hún að árið 1886 voru sett lög sem lögðu það á presta þjóðkirkj­unn­ar að ann­ast skrán­ingu allra barna og nafna þeirra í kirkju­bæk­ur. Árið 1956 var svo tekið upp nýtt fyr­ir­komu­lag al­manna­skrán­inga með lög­um um þjóðskrá og al­manna­skrán­ingu. Árið 1975 voru að end­ingu sett lög um trú­fé­lög sem tóku upp það fyr­ir­komu­lag sem nú rík­ir.

Í lög­um um trú­fé­lög, nr. 108/​1999, seg­ir í 2. mgr. 8. gr. að barn skuli frá fæðingu talið heyra til sama skráða trú­fé­lags og móðir þess.

Í áliti Ingi­bjarg­ar Elías­dótt­ur, lög­fræðings Jafn­rétt­is­stofu, um málið kem­ur fram að ekki sé að sjá að nein­ir hags­mun­ir fel­ist í því, hvorki fyr­ir ný­fætt barn né aðra, að það sé sjálf­krafa skráð í trú­fé­lag. „Þetta snýst ekki um rétt móður­inn­ar eða rétt föður­ins til að barnið sé skráð með öðru hvoru þeirra í trú­fé­lag. Hags­mun­ir barns­ins eiga alltaf að vera hafðir að leiðarljósi fram yfir hags­muni for­eldr­anna, og það er erfitt að sjá að sé hags­muna­mál fyr­ir barnið að vera skráð í eitt­hvert til­tekið trú­fé­lag við fæðingu.“

Á ekki að vera á valdi for­eldra

Í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um málið í mars 2009 var rætt við Bjarna Jóns­son, vara­formann Siðmennt­ar – fé­lags siðrænna húm­an­ista á Íslandi. „Sjálf­krafa skrán­ing í trú­fé­lög hef­ur verið líkt við skrán­ingu barna í stjórn­mála­flokka. Skoðun Siðmennt­ar er sú að það eigi ekki að vera á valdi for­eldra að skrá börn sín í trú­ar­leg eða ver­ald­leg lífs­skoðun­ar­fé­lög. „Þetta er nátt­úr­lega bara hluti af stærra máli,“ sagði Bjarni. „Segja má að sá hátt­ur að skrá menn sjálf­krafa í trú­fé­lag standi gegn mann­rétt­ind­um.“

Fermingarbarn staðfestir kristna trú sína í þjóðkirkjunni.
Ferm­ing­ar­barn staðfest­ir kristna trú sína í þjóðkirkj­unni. mbl.is/​Rax
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert