Telja byggingu sóun á skattfé

Nýtt hátæknisjúkrahús
Nýtt hátæknisjúkrahús

Um helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun MMR telur að bygging nýs hátæknisjúkrahúss sé slæm ráðstöfun á skattfé. Yngra fólk er jákvæðara gagnvart ráðstöfun skattfjár til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss.

MMR kannaði afstöðu fólks til þess hvort það teldi að bygging nýs hátæknisjúkrahúss væri góð ráðstöfun á skattfé eða ekki. Af þeim sem tóku afstöðu taldi rúmur helmingur að svo væri ekki eða 51,1%.

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á afstöðu fólks til þess hvort bygging nýs hátæknisjúkrahúss væri góð ráðstöfun á skattfé eftir hópum.

Af þeim sem tóku afstöðu voru konur jákvæðari gagnvart ráðstöfun skattfjár til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss en karlar en 52,2% kvenna töldu byggingu nýs hátæknisjúkrahúss vera góða ráðstöfun á skattfé borið saman við 45,9% karla.

Yngra fólk var einnig jákvæðara gagnvart því að bygging nýs hátæknisjúkrahúss væri góð ráðstöfun á skattfé en 60,9% yngsta hópsins taldi svo vera borið saman við 43,3% elsta aldurhópsins.

Höfuðborgarbúar töldu frekar en fólk á landsbyggðinni að bygging nýs hátæknisjúkrahúss væri góð ráðstöfun á skattfé, eða 52,6% höfuðborgarbúa samanborið við 43,3% fólks á landsbyggðinni.

Ef litið var til stuðnings við stjórnmálaflokka kom í ljós að stuðningsfólk stjórnarflokkanna taldi frekar að bygging nýs hátæknisjúkrahúss væri góð ráðstöfun á skattfé eða 58,5% stuðningsfólks Vinstri grænna og 57,2% Samfylkingarfólks borið saman við 45,2% stuðningsfólks Framsóknarflokksins og 44,4% Sjálfstæðismanna, segir í tilkynningu frá MMR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert