Þjóðin kjósi um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa endurflutt þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar. Tillagan var áður flutt á síðasta löggjafarþingi.

Hún er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar, m.a. um hvort taka eigi upp nýtt fiskveiðistjórnarkerfi, setja sérstakt stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlindarinnar og innkalla aflaheimildir og endurúthluta þeim gegn gjaldi til þjóðarinnar.“

Í greinargerð með tillögunni segir m.a.: „Skoðanakannanir undanfarinna mánaða og missira hafa sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Um fá mál hafa þó ríkt harðari deilur undanfarin tvö ár en fyrirhugaðar breytingar á fiskveiðistjórnuninni. Er því brýnt að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni.“

Þingsályktunartillagan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert