Ákveðið hefur verið að fella út þrjú dæmi úr samræmdi stærðfræðiprófi 10. bekkjar grunnskóla, sem haldið var í september. Þá hefur ein spurning verið felld úr íslenskuprófinu vegna þess að hún þótti of þung.
Þetta kemur fram í Fréttatímanum, sem kemur út á morgun en blaðið hefur verið birt á netinu.
Haft er eftir Sigurgrími Skúlasyni, sviðsstjóra prófadeildar Námsmatsstofnunar, að stærðfræðiprófið hafi verið of þungt eða tímafrekt og nemendur hafi lent í tímahraki.
Búist er við niðurstöðum úr samræmdu prófunum í næstu viku.