Stígamót hafa í fjórgang þurft að hjálpa konum sem hafa starfað við nektardans á Íslandi að flýja land vegna stöðugra hótana frá mönnum sem hafa eignað sér þær. Tvær þeirra enduðu á að svipta sig lífi.
Talskona Stígamóta segir jafnframt að nuddauglýsingar sem birst hafi í Fréttablaðinu lykti af mansali. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum þætti Sölva Tryggvasonar á Skjá einum næsta mánudagskvöld klukkan 21.45, þar sem farið verður í saumana á sögu og starfsemi nektarstaða á Íslandi.