Axel óskemmdur

Í Sandgerðishöfn.
Í Sandgerðishöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Eng­ar skemmd­ir urðu á flutn­inga­skip­inu Axel þegar það tók niðri á sandrifi við Sand­gerðis­höfn í nótt. Sigl­ir það nú áleiðis til Thy­boron í Dan­mörku með full­fermi af frakt. Þetta kem­ur fram á norðlenska fréttamiðlin­um Viku­degi.

Tog­bát­ur togaði skipið á flot í nótt og sigldi það fyr­ir eig­in vélarafli til Helgu­vík­ur þar sem kafar­ar skoðuðu það. Reynd­ist það óskemmt. Axel er skráður í Fær­eyj­um.

Frétt á vef Viku­dags.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert