Axel óskemmdur

Í Sandgerðishöfn.
Í Sandgerðishöfn. mbl.is/Brynjar Gauti

Engar skemmdir urðu á flutningaskipinu Axel þegar það tók niðri á sandrifi við Sandgerðishöfn í nótt. Siglir það nú áleiðis til Thyboron í Danmörku með fullfermi af frakt. Þetta kemur fram á norðlenska fréttamiðlinum Vikudegi.

Togbátur togaði skipið á flot í nótt og sigldi það fyrir eigin vélarafli til Helguvíkur þar sem kafarar skoðuðu það. Reyndist það óskemmt. Axel er skráður í Færeyjum.

Frétt á vef Vikudags.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert