Bónus oftast með lægsta verðið

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum matvörum í ellefu matvöruverslunum á höfuðborgasvæðinu og nágrenni á þriðjudag.

Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 Borgartúni og næstoftast í verslun 11/11 Laugavegi. 

ASÍ segir að mjög mikill munur hafi verið á hæsta og lægsta verði nær allra vörutegunda. Af þeim 157 vörum sem kannaðar voru var yfir 100% munur á 27 vörutegundum, en í þriðjungi tilvika var á milli 25 og 50% munur á hæsta og lægsta verði.

Af þeim 157 vörutegundum sem skoðaðar voru var verslun 10/11 Borgartúni með hæsta verðið í 50 tilvikum og verslun 11/11 Laugavegi  næstoftast með hæsta verðið eða í 45 tilvikum.

Bónus var oftast með lægsta verðið eða á 87 vörutegundum af þeim 157 sem skoðaðar voru. Krónan var næstoftast með lægsta verðið eða í 22 tilvikum og Nettó í 20 tilvikum.

Kostur Dalvegi neitaði að taka þátt í könnuninni.

Könnun ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert