Verð á eldsneyti heldur áfram að lækka en í dag hafa flest olíufélög lækkað verð á bensínlítranum um eina krónu. Bensínlítrinn er ódýrastur hjá Orkunni en þar kostar bensín 227,8 kr. Bensínið er 10 aurum dýrara hjá Atlantsolíu og hjá stöðvum ÓB.
Fyrr í vikunni lækkaði eldnsneytisverðið um rúmar þrjár krónur.
Hjá N1 er algengasta verðið á bensíni 228 kr. í sjálfsafgreiðslu og 228,2 kr. hjá Olís. Hjá Shell er algengasta verðið 229,9 kr.
Dísilolía kostar nú 230,6 kr. hjá Orkunni, 230,7 kr. hjá Atlantsolíu og ÓB, 230,8 kr. hjá N1, 231 kr. hjá Olís og 231,2 kr. hjá Shell.