ESB tekur út Suðurnesin

Á Suðurnesjum.
Á Suðurnesjum. mbl.is/hag

Í fyrra­dag hófst vinna við út­tekt Evr­ópu­sam­bands­ins á sam­keppn­is­hæfi Suður­nesj­anna, en þar eru öll at­vinnu­tæki­færi og all­ir fjár­fest­ing­ar­kost­ir á svæðinu tek­in út.

Mikl­ar von­ir eru bundn­ar við niður­stöðurn­ar að sögn Önnu Mar­grét­ar Guðjóns­dótt­ur sem hef­ur verið ráðgjafi í þessu verk­efni. Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún að án efa eigi þær eft­ir að koma svæðinu til góða, ekki síst ef Ísland verði aðili að Evr­ópu­sam­band­inu.

For­saga þessa er að hóp­ur fjár­festa vann um skeið að því að koma risa­gróður­húsi á lagg­irn­ar á Suður­nesj­um og var þar ætl­un­in að kanna rækt­un tóm­ata til út­flutn­ings. Sótt var um styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu og hlaut um­sókn­in braut­ar­gengi fram­an af. Óvænt þróun varð hins veg­ar á mál­um þegar ESB lagði til að um­sókn­in yrði lögð til hliðar og bauðst í staðinn til að gera út­tekt á sam­keppn­is­hæfi á Suður­nesj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert