Fíkniefni og vopn fundust við húsleit

Sterar.
Sterar. mbl.is/Árni Torfason

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af ætluðu am­feta­míni og marijú­ana við hús­leit í Reykja­vík í dag. Á sama stað var einnig að finna sveðju og stera og var það sömu­leiðis tekið í vörslu lög­reglu.

Hús­ráðandi, karl um þrítugt sem hef­ur áður komið við sögu lög­reglu vegna dreif­ing­ar fíkni­efna, var hand­tek­inn í þágu rann­sókn­ar­inn­ar. Maður­inn er fé­lagi í vel þekkt­um vél­hjóla­klúbbi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert