Fíkniefni og vopn fundust við húsleit

Sterar.
Sterar. mbl.is/Árni Torfason

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af ætluðu amfetamíni og marijúana við húsleit í Reykjavík í dag. Á sama stað var einnig að finna sveðju og stera og var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu.

Húsráðandi, karl um þrítugt sem hefur áður komið við sögu lögreglu vegna dreifingar fíkniefna, var handtekinn í þágu rannsóknarinnar. Maðurinn er félagi í vel þekktum vélhjólaklúbbi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert