Írskur svindlari á Íslandi?

Svindlarinn er sagður hafa verið í Reykjavík árið 2009.
Svindlarinn er sagður hafa verið í Reykjavík árið 2009. Ómar Óskarsson

Írsk­ur svindlari sem vísa á frá Banda­ríkj­un­um fyr­ir að svíkja fé og ýmsa greiða frá fólki í Col­orado er sagður hafa stundað svipuð svik á Íslandi árið 2009. Sagði hann fólki að hann væri írsk­ur hermaður sem hefði bar­ist í Kúvæt, Líb­anon og Af­gan­ist­an. Frá þessu er sagt á vefsíðu írska blaðsins In­depend­ent Record.

Maður­inn heit­ir Kevin Barry McAuley og er sagður hafa reynt að taka yfir írsk­an bar í Reykja­vík árið 2009. Sagðist hann vera fyrr­ver­andi leyniskytta úr kanadíska hern­um. Gabbaði hann fram­kvæmda­stjóra tölvu­fyr­ir­tæk­is hér á landi til þess að hjálpa sér að búa til viðskipta­áætl­un og fyr­ir­tæki.

Á meðan vann McAuley og kær­asta hans á barn­um. Flutti hann inn í íbúð við hliðina á barn­um en borgaði aldrei leig­una. Eru þau hjú­in sögð hafa stungið af í skjóli næt­ur en áður létu þau greip­ar sópa um bar­inn og stálu rúm­um hundrað þúsund krón­um.

Var maður­inn dæmd­ur fyr­ir svik fyr­ir rík­is­rétti í Den­ver í Banda­ríkj­un­um. Talið er að hon­um verði vísað úr landi á næst­unni.

Frétt­in á vef In­depend­ent Record.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert