Of mikið flæmi innan nýs spítala

Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingum á Landspítalalóð sem verða samtals …
Tillagan gerir ráð fyrir nýbyggingum á Landspítalalóð sem verða samtals 95 þúsund fermetrar að stærð.

„Það er sjónarmið fagfólks að það borgi sig að hafa fjarlægðir innan spítalans sem allra minnstar. Þannig að það fólk sem vinnur saman geti gert það án þess að þurfa að fara endanna á milli á Landspítalalóðinni.

Þessar teikningar sem nú liggja fyrir virðast þýða að það verði umtalsverðar fjarlægðir, allavega eftir fyrsta áfangann,“ segir Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur.

Félagið hélt opinn fund á Grand hóteli í gær um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut. Á annað hundrað manns sóttu fundinn þar sem meðal annars var rætt hvort hönnun spítalans tæki mið af þörfum starfsfólks og sjúklinga.

Upp komu hugmyndir um að byggja spítalann á norðurhluta lóðarinnar til að gera hann samþjappaðri. „Læknar hafa unnið á spítölum um víða veröld og þekkja það best á eigin skinni hvernig er best að hanna spítala. Ég held að það hafi komið fram málefnaleg gagnrýni á fundinum á ýmsa þætti sem væri gott að taka mið af í áframhaldandi umræðu um málið,“ segir Steinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert