Réðust á fullorðnar konur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að í tvígang hafi verið ráðist á fullorðnar konur sem hafi verið einar á gangi í gær. Annars vegar hafi verið ráðist á konu á níræðisaldri í Þingholtunum í Reykjavík og hins vegar konu á áttræðisaldri skammt frá Smáralind í Kópavogi.

Segir lögregla að ráðist hafi verið að konunum og töskur rifnar af þeim svo þær skullu í götuna. Að sögn lögreglu urðu konurnar mjög skelkaðar og hlutu þær einhverja áverka.

Lögreglan hafði uppi á árásarmönnunum nokkrum tímum síðar og voru þeir handteknir. Um er að ræða þrítugan karlmann og 18 ára stúlku sem bæði hafi verið í leit að skjótfengnum gróða til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert