Flutningaskipið Axel, sem skráð er í Færeyjum, tók niðri á sandrifi þegar það var á leið frá Sandgerðishöfn um tvöleytið í nótt.
Bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og togbátur drógu skipið á flot og var það laust um klukkan fjögur. Sigldi það undir eigin vélarafli til Helguvíkur þar sem kafari mun skoða hvort skemmdir hafi orðið á því.