Yfirfara rannsókn málanna

Ögmundur Jónasson, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Jón Friðrik Sigurðsson og Haraldur …
Ögmundur Jónasson, Arndís Soffía Sigurðardóttir, Jón Friðrik Sigurðsson og Haraldur Steinþórsson.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefur skipað starfshóp til að fara yfir svonefnd Guðmundar- og Geirfinnsmál. Á starfshópurinn að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem snúa að rannsókn þess og framkvæmd rannsóknarinnar.

Fram kom á blaðamannafundi í dag, að almenningur hefði látið sig Guðmundar- og Geirfinnsmál varða. Þannig hefði Ögmundur fengið í hendur 1190 undirskriftir þar sem skorað er á ráðherra að beita sér fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála, sem og rannsókn á vinnubrögðum þeirra sem fóru með rannsókn málanna.

Innanríkisráðuneytið segir, að þau gögn, sem komið hafa fram á síðustu misserum og árum, verði tekin til athugunar í skoðun starfshópsins. Í áfangaskýrslu eigi að koma fram hvort og þá til hvaða ráðstafana þurfi að grípa varðandi framhalds málsins. Starfshópurinn muni geta kallað sérfræðinga til ráðgjafar eftir því sem hann telji þörf á. Starfshópurinn skal skila ráðherra áfangaskýrslu fyrir lok apríl á næsta ári.

Starfshópinn skipa: Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur og lögreglumaður, sem er formaður hópsins en Anna Soffía starfar nú sem fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Selfossi. Haraldur Steinþórsson, lögfræðingur og Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala. Þá starfar með hópnum Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneyti.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert