Samráðshópur um áætlunarsiglingar milli lands og Vestmannaeyja segir að Herjólfur sé ekki hentugur til siglinga í Landeyjahöfn og bendir á að eftir 1. nóvember 2015 sé ekki heimilt að nota hann eða eins skip í ferjusiglingum í Evrópu.
Í umfjöllun um Herjólf í Morgunblaðinu í dag segir, að tími til að ráðast í nýsmíði sé því ekki mikill, en hönnun og smíði nýs skips tekur um þrjú til þrjú og hálft ár.
„Þetta er alfarið pólitísk ákvörðun,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um nýsmíðina. Hópurinn óskar eftir því við Vegagerðina að fundið verði heppilegra skip til þess að sjá um þjónustuna.