Samtökin LBL, sem stendur fyrir Landsbyggðin lifi, heiðruðu Ómar Ragnarsson í dag á aðalfundi sínum fyrir ómetanlegt frumkvöðlastarf hans að náttúruverndarmálum í áratugi.
Frá þessu segir á vefsíðu samtakanna. Þar segir að þau séu hreyfing fólks á Íslandi sem vilji örva og efla byggð um land allt. Samtökin eru landssamtök félaga, áhugamannahópa og einstaklinga sem vilja starfa í anda samtakanna.