Lægir upp úr hádegi

Vindaspá Veðurstofu kl. 9 í dag.
Vindaspá Veðurstofu kl. 9 í dag. www.vedur.is

Suðaustanstorminn, sem nú hrellir íbúa suður og suðvestanlands, mun lægja upp úr hádegi, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Vindur mældist 25 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli klukkan átta í morgun.

„Veðrið gengur niður upp úr hádegi og þá snýst í suðvestanátt með skúrum og vindur verður hægari, á bilinu 10 - 15 metrar á sekúndu,“ segir Elín.

Klukkan átta í morgun mældist vindhraði á bilinu 15- 25 metrar á sekúndu, mest undir Hafnarfjalli, en í Straumsvík mældist vindur 22 m/sek, vindhraði var 18 m/sek í Reykjavík og 22 m/sek á Eyrarbakka. Að auki er mikill stormur á hálendinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert