Þann 6. október síðastliðinn fékk lögregla tilkynningu um innbrot og þjófnað úr sprengiefnagám í Þormóðsdal ofan við Hafravatn. Um 300 kg af dýnamíti var stolið auk nokkurs magns af kjarna, hvellhettum og sprengihnalli. Rannsókn málsins stendur yfir en hefur ekki borið árangur enn sem komið er.
Þýfið er því ófundið og ekki vitað hver eða hverjir þarna voru að verki eða í hvaða tilgangi. Varsla þess er stórhættuleg.
Lögregla biður alla þá er kunna að hafa upplýsingar er gagnast gætu lögreglu við rannsókn máls þessa að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000 eða 800 5005.