Ósammála um orkusöluna

Landsvirkjun gefur engan afslátt af orkuverði til Norðuráls.
Landsvirkjun gefur engan afslátt af orkuverði til Norðuráls. mbl.is/Ómar

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið gefi engan afslátt af orkuverði, en fram kom í Morgunblaðinu í gær að Norðurál greiddi einungis 85% af umsömdu orkuverði til OR.

„Norðurál er í óformlegum viðræðum út af sínum málum við okkur,“ segir Hörður. „Viðræðurnar eru ekki í formlegum farvegi, en snúast um að Norðurál óskar eftir að taka minna magn af orku en hingað til. Mér skilst að þeir hafi verið að kaupa meira magn en þeir þurfa á að halda.“

Hörður segir Norðurál hafa haft samband við Landsvirkjun og óskað eftir að orkukaupasamningur þeirra yrði skoðaður. „Það er alveg ljóst að fyrirtækin eru ekki sammála um túlkun á samningnum,“ segir Hörður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert