Stórhættulegt útkall

Í „ósköp venjulegu“ útkalli fyrir nokkrum árum fékk lögreglukona að reyna hversu hættulegt starfið getur verið. Hún og félagi hennar urðu fyrir fólskulegri líkamsárás átta karlmanna og aðstoð barst ekki fyrr en þeir voru á bak og burt.

Þetta gerðist í október árið 2008. „Við fengum útkall, það var „hávaðaútkall“,“ segir lögreglukonan, sem ekki vill koma fram undir nafni, í viðtali í Sunnudagsmogganum í dag. „Við vorum send í húsnæði á varðsvæði okkar, þaðan barst mjög mikill samkvæmishávaði og klukkan var orðin 1:30 að nóttu,“ segir lögreglukonan.

Hún segir þau hafa átt vinsamlegt samtal við húsráðendur sem hafi tekið vel í tilmæli þeirra um að ljúka samkvæminu. Þegar út kom, var þar fyrir hópur manna og lögreglufólkið bað þá um að vera ekki með hávaða fyrir framan húsið.

Þá tók atburðarásin óvænta stefnu og mennirnir réðust að lögreglufólkinu. „Höggin dundu svakalega á andlitinu á mér. Fyrst frá hægri hlið og svo frá vinstri hlið,“ segir lögreglukonan,

Á meðan var félagi hennar í lífshættu, en mennirnir höfðu farið með hann í kjallara hússins.

Sonur konunnar spyr reglulega: „Af hverju þarftu eiginlega að vera í þessari vinnu, mamma?“

Meira í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert