Úthúða Íslandi á bókamessu

Þýska grín­blaðið Tit­anic, sem gefið er út í Frankfurt, hyggst bjóða upp á dag­skrá í lok bóka­mess­unn­ar þar í borg í næstu viku þar sem keppt verður í Íslands­fyr­ir­litn­ingu, -háði og -skömm­um.

Til­efnið er að því er seg­ir á heimasíðu blaðsins heiðurssess Íslands á bóka­mess­unni í Frankfurt 12.-16. októ­ber.

„All­ir elska hið bóka- og tón­listaróða ey­land, þótt þar sé hvöl­um slátrað og efna­hagskrepp­ur fæðist á mín­útu fresti,“ seg­ir á heimasíðunni. „Þess utan er Ísland ásamt Helmut Schmidt [fyrr­ver­andi kansl­ara og keðjureyk­inga­manni] duttl­unga­fyllsti reyk- og eimyrju­fram­leiðandi Evr­ópu.“

Sá sem læt­ur út úr sér ill­kvittn­ustu og raka­laus­ustu atyrðin um Ísland verður sig­ur­veg­ari kvölds­ins, að því er fram kem­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert