Úthúða Íslandi á bókamessu

Þýska grínblaðið Titanic, sem gefið er út í Frankfurt, hyggst bjóða upp á dagskrá í lok bókamessunnar þar í borg í næstu viku þar sem keppt verður í Íslandsfyrirlitningu, -háði og -skömmum.

Tilefnið er að því er segir á heimasíðu blaðsins heiðurssess Íslands á bókamessunni í Frankfurt 12.-16. október.

„Allir elska hið bóka- og tónlistaróða eyland, þótt þar sé hvölum slátrað og efnahagskreppur fæðist á mínútu fresti,“ segir á heimasíðunni. „Þess utan er Ísland ásamt Helmut Schmidt [fyrrverandi kanslara og keðjureykingamanni] duttlungafyllsti reyk- og eimyrjuframleiðandi Evrópu.“

Sá sem lætur út úr sér illkvittnustu og rakalausustu atyrðin um Ísland verður sigurvegari kvöldsins, að því er fram kemur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert