Hálka er víða á vegum, skv. tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Vestfjörðum er hálka á Hrafnseyrarheiði, hálkublettir á Dynjandisheiði, snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum.
Á Norðausturlandi er krapasnjór í Víkurskarði og Ljósavatnsskarði. Hálkublettir eru á Hólasandi, Brekknaheiði og Mývatnsöræfum og þæfingur á Hólssandi.
Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum, Hellisheiði eystri, Fjarðarheiði, Fagradal og í Oddsskarði. Hálkublettir eru á Breiðdalsheiði og Vatnsskarði eystra en á Vestur-, Suður- og Suðausturlandi eru vegir greiðfærir.