Gjöfin eykur halla ríkissjóðs

Hátíðahöld fóru fram í Hörpu um helgina í tilefni af …
Hátíðahöld fóru fram í Hörpu um helgina í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson

1,5 milljarða króna gjöf til aldarafmælissjóðs Háskóla Íslands, sem kunngjörð var á hátíð skólans í Hörpu um helgina, er ekki að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi. Ekki er vitað hvernig gjöfin verður fjármögnuð.

„Þegar fjárlögin fóru í prentun var ekki endanlega búið að ákveða hvaða fjárhæð yrði um að ræða í þessu tilviki og það þótti rétt að bíða með að setja upphæðina fram fyrir þingið þangað til hún lægi fyrir,“ segir Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur málið bera vott um bútasaum ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpinu. „Við sáum það í fyrra með fjárlagagerð fyrir árið 2011. Þá var vitað um útgjöld sem voru ekki voru sett inn í fjárlagafrumvarpið í byrjun október 2010. Nú er verið að endurtaka leikinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert