Karen Axelsdóttir neyddist til að hætta keppni á heimsmeistaramótinu í Járnkarli á Hawaii í nótt. Hún varð sjóveik á sundinu og náði sér ekki almennilega á strik eftir það. Sjóveikin varð til þess að hún kastaði upp sem rændi hana bæði krafti og dýrmætum vökva.
Karen hafði hlaupið um 16 km þegar hún varð að játa sig sigraða. Hún hafði þá synt 3,8 km og hjólað 180 km.