Smáskjálftar á Hellisheiði

Kort sem sýnir skjálftavirkni undanfarnar klukkustundir.
Kort sem sýnir skjálftavirkni undanfarnar klukkustundir. www.vedur.is

Fjöldi jarðskjálfta mældist undir Hellisheiði í gær. Einn þeirra var 3,1 stig að stærð og mældist klukkan rúmlega 23 í gærkvöldi.

Skjálftar hafa verið tíðir á svæðinu að undanförnu og fylgja þeir því að vatn hefur verið leitt um borholur niður í jarðlögin undir heiðinni. Vatnið stuðlar að spennulosun í berginu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands  hafa verið „endalausir smáskjálftar “að undanförnu og er grannt fylgst með þróun mála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert