Beit lögreglumann í fingur

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði Ómar Óskarsson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt 42 ára karl­mann í tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir brot gegn valds­stjórn­inni. Maður­inn réðst á lög­reglu­mann á lög­reglu­stöðinni í Reykja­nes­bæ í mars sl. og beit hann í þum­al­fing­ur hægri hand­ar. Lög­reglumaður­inn fékk skurð yfir nærkjúku og bits­ár við nagl­rót.

Maður­inn játaði brot sitt ský­laust. Hann var 19. maí sl. einnig dæmd­ur fyr­ir brot gegn valds­stjórn­inni og þar sem brotið nú var framið fyr­ir þann dóm var hon­um dæmd­ur hegn­ing­ar­auki. Var refs­ing­in ákveðin tveggja mánaða skil­orðsbundið fang­elsi. Þá þarf að hann að greiða sak­ar­kostnað, 105 þúsund krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka