Beit lögreglumann í fingur

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 42 ára karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdsstjórninni. Maðurinn réðst á lögreglumann á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ í mars sl. og beit hann í þumalfingur hægri handar. Lögreglumaðurinn fékk skurð yfir nærkjúku og bitsár við naglrót.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann var 19. maí sl. einnig dæmdur fyrir brot gegn valdsstjórninni og þar sem brotið nú var framið fyrir þann dóm var honum dæmdur hegningarauki. Var refsingin ákveðin tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá þarf að hann að greiða sakarkostnað, 105 þúsund krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert