Efla gagnrýna hugsun og siðfræði

mbl.is/Ómar

Rannsóknarstofa um háskóla, Heimspekistofnun og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hafa hafið verkefni sem ætlað er að efla kennslu í gagnrýnni hugsun og siðfræði í skólum landsins. Áhersla verður lögð á grunn- og framhaldsskólastig.

Verkefnisstjórn skipa prófessorarnir Páll Skúlason, Vilhjálmur Árnason og
Svavar Hrafn Svavarsson. Í tilkynningu frá aðstandendum verkefnisins segir m.a. að í kjölfar efnahagshrunsins hafi verið vakin athygli á miklum skorti á kennslu í
gagnrýninni hugsun og siðfræði á öllum skólastigum. Markmiðið með verkefninu er að hefja útgáfu ritraðar um þessi efni og setja saman námskeið fyrir kennara sem hafa hug á að innleiða gagnrýna hugsun og siðfræði í sitt fag.

Einnig stendur til að opna heimasíðu, gagnryninhugsun.is, þar sem nálgast
má upplýsingar, kennsluefni og greinar um þetta efni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert