Ekki mengunarslys

Frá kerskála Norðuráls við Grundartanga.
Frá kerskála Norðuráls við Grundartanga. mbl.is/Brynjar Gauti

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga segja að ekkert mengunarslys hafi orðið á Grundartanga þann 21. september sl. heldur hafi rafmagni einungis slegið út í einu reykhreinsivirki.

„Norðurál vill leiðrétta ranghermi þess efnis að mengunarslys hafi orðið á Grundartanga 21. sept. sl.

Því fer fjarri að nokkurt slys ætti sér stað, aðeins sló út rafmagni í einu reykhreinsivirki af fjórum. Fyrirtækið fór í öllu eftir kröfum starfsleyfis og tilkynnti atvikið til Umhverfisstofnunar.  Þó svo að atvikið væri ekki tilkynningaskylt var það að frumkvæði Norðuráls tilkynnt til sveitarfélaganna við Hvalfjörð.

Fráleitt er að tala um að heilsu manna eða dýra stæði nokkur ógn af þessu atviki eins og ýjað er að af hálfu svonefndrar Umhverfisvaktar við Hvalfjörð.  Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsprakkar Umhverfisvaktar við Hvalfjörð eru með tilhæfulausar ávirðingar um starfsemi Norðuráls og annarra fyrirtækja á Grundartanga og er það miður," segir í tilkynningu frá Norðuráli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert