Engin staðfesting á njósnum

Þorsteinn Húnbogason ásamt lögmanni sínum í héraðsdómi í dag
Þorsteinn Húnbogason ásamt lögmanni sínum í héraðsdómi í dag mbl.is/Árni Sæberg

Verjandi Þorsteins Húnbogasonar sagði ekkert hafa komið fram í málinu sem bendi til þess að hann hafi fylgst með ferðum fyrrverandi sambýliskonu sinnar, Sivjar Friðleifsdóttur. Búnaðurinn hafi verið settur upp í bifreiðinni með hennar vitneskju og samþykki og til þess að fylgjast með akstri sonar þeirra.

Sagði hann að Þorsteinn hafi átt tvær bifreiðar og sett upp í annarri ökurita í september 2010. Hann hafi svo fært ökuritann yfir í hina bifreiðina, þá sem Siv keyrði, vegna þess að hann hentaði betur syni hans að aka og var öruggari. Báðar bifreiðar voru samþykktar til æfingaaksturs fyrir son þeirra.

Ekkert hafi komið fram í málinu um að Þorsteinn kunni að kalla fram upplýsingar um ferðir Sivjar, þá hafi búnaðurinn verið vel sýnilegur í glugga bifreiðarinnar þannig að hann átti ekki að dyljast neinum. Hann sé því saklaus af ákærunni.

Siv Friðleifsdóttir í héraðsdómi í dag.
Siv Friðleifsdóttir í héraðsdómi í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert