Færri drekka og reykja hass

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við setningu bókmenntahátíðarinnar í …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var við setningu bókmenntahátíðarinnar í Frankfurt mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Niður­stöður rann­sókna meðal ung­linga í 10. bekk á Íslandi sýna að hlut­fall ung­linga sem urðu  drukkn­ir und­an­farna 30 daga hef­ur lækkað úr 42% árið 1998 í aðeins 9% árið 2011. Hlut­fall ung­linga sem reykja dag­lega hef­ur lækkað úr 23% í 5% og hlut­fall þeirra sem hafa prófað hass farið úr 17% í 13%.

Þetta var til­kynnt á blaðamanna­fundi í Frankfurt í dag, sem hald­inn var í til­efni af for­varn­ar­átak­inu Ungt fólk í Evr­ópu eða Youth in Europe, sem ráðist verður í í fjöl­mörg­um borg­um í Evr­ópu á næstu miss­er­um. Er það byggt á ís­lenskri fyr­ir­mynd, unnið í sam­starfi við evr­ópsk­ar borg­ir og sér Reykja­vík­ur­borg um verk­efna­stjórn­un, en Rann­sókn­ir og grein­ing um rann­sókn­irn­ar. Mark­miðið er að minnka lík­urn­ar á notk­un fíkni­efna meðal ungs fólks.

Á blaðamanna­fundi í Frankfurt í dag var til­kynnt að Acta­vis yrði áfram fjár­hags­leg­ur bak­hjarl í Evr­ópu og nær samn­ing­ur­inn um sam­starf til árs­ins 2016.

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, ávarpaði blaðamanna­fund­inn og sagði að Íslend­ing­ar hefðu náð góðum ár­angri í bar­átt­unni gegn fíkni­efna­neyslu ungs fólks. Hann sagði að sá ár­ang­ur hefði náðst með því að byggja for­varn­irn­ar á rann­sókn­um. Þannig hefði til dæm­is verið sýnt fram á að mik­il­vægt væri að ungt fólk verði klukku­tíma á dag með fjöl­skyldu sinni, stundaði íþrótt­ir eða tóm­stund­ir með vin­um og hæfi ekki áfeng­isneyslu fyrr en um 17 til 19 ára ald­ur. Ef þetta gengi eft­ir væru minna en 1% lík­ur á að það leidd­ist út í eit­ur­lyf. En ef áfeng­isneysl­an hæf­ist um 13 til 14 ára ald­ur væru lík­urn­ar hins­veg­ar mun meiri.

Borg­irn­ar sem taka þátt í verk­efn­inu eru Reykja­vík, Ósló, Hels­inki, Riga, Vilnius, Sófía, Búkarest, Ist­an­búl, St. Pét­urs­borg, Liepaja, Jur­mala, Arilje, Kaunas og Klaipeda. Mílanó og Moskva hafa einnig skrifað und­ir og von­ast aðstand­end­ur verk­efns­ins til að borg­irn­ar verði orðnar 25 haustið 2012 og 50 árið 2016.

„Íslensk­ir sér­fræðing­ar hafa í meira en ára­tug rann­sakað hvað það er sem skil­ar ár­angri í for­vörn­um,” sagði Claudio Al­brecht, for­stjóri Acta­vis, af þessu til­efni. „Acta­vis er alþjóðlegt fyr­ir­tæki, en við erum stolt af ís­lensk­um upp­runa fyr­ir­tæk­is­ins og ætl­um að leggja okk­ar af mörk­um til að kynna þessa nálg­un í for­vörn­um í Evr­ópu.”

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert