Börn af leikskólanum Nóaborg minntust þess í dag að 25 ár liðin frá leiðtogafundi Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, sem haldinn var í Höfða í Reykjavík árið 1986.
Börnin á Nóaborg hafa verið að vinna með frið í leikskólanum og mynduðu friðarmerkið á túninu fyrir framan Höfða. Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður íþrótta- og tómstundaráðs, á móti börnunum inni í Höfða þar sem þeim var boðið upp á hressingu.