Starfsmaður fyrirtækisins sem seldi Þorsteini Húnbogasyni ökurita þann sem fannst í bifreið Sivjar Friðleifsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu hans, sagði að auðvelt væri að fylgjast með ferðum þess sem ekur og á landakorti, oftast með innan við eins metra nákvæmni.
Starfsmaðurinn rakti að búnaðurinn hefði verið settur í þá bifreið sem Þorsteinn kom með á verkstæðið. Billinn var auðkenndur með límmiða í hliðarrúðu bílstjóramegin. Þar er ekki um að ræða þá bifreið sem búnaðurinn fannst í síðar. Starfsmaðurinn sagðist ekki hafa sett búnaðinn í aðra bifreið fyrir Þorstein.
Þá greindi maðurinn sem fann búnaðinn í bifreið Sivjar frá því að hann hefði ekki verið vel sjáanlegur. Loftnet hafi verið efst uppi í framrúðu og búnaðurinn sjálfur undir mælaborðinu. Hann sagði að yfirleitt væru fleiri loftnet sjáanleg í bílnum, auk þess sem bílar með slíkum búnaði séu auðkenndir með límmiða. Þessi hefði ekki verið með slíkum límmiða. Fagmannlega hafi verið gengið frá búnaðinum.