Sala á rafbókum hefur farið vel af stað á vef Eymundssonar. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að salan hafi hafist í byrjun september og frá þeim tíma hafi selst fleiri rafbækur en venjulegar á vef fyrirtækisins.
Þá segir að framboðið hafi spannað gríðarlegt úrval af erlendum rafbókatitlum en íslenskra rafbókatitla sé að vænta fyrir jól.
Þá segist Eymundsson fagna því að komið hafi verið til móts við neytendur með því að lækka virðisaukaskatt á rafbókum úr 25% í 7%. Fyrirtækið segir að það hafi þegar skilað þessari lækkun til viðskiptavina þar sem verðið hafi þegar verið lækkað þótt lögin taki ekki gildi fyrr en 1. nóvember nk.