Tekjur af eignum hríðfalla

Tekjur af eignum hafa dregist saman.
Tekjur af eignum hafa dregist saman. mbl.is/Golli

Þær tekjur sem einstaklingar hafa af eignum sínum minnkuðu stórlega í fyrra miðað við árið 2009. Þannig drógust vaxtatekjur heimila af bankainnstæðum saman um rúma 40 milljarða á milli ára.

Alls námu tekjur af innstæðum 28,9 milljörðum kr. í fyrra en þær voru 69,3 milljarðar á árinu 2009 og höfðu þá minnkað mikið frá árinu á undan. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um ráðstöfunartekjur heimila á árinu 2010.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að séu þessar tölur um minnkandi tekjur af innstæðum bornar saman við yfirlit ríkisskattstjóra yfir eignir einstaklinga komi í ljós að innlendar innstæður, sem skráðar eru á skattframtöl, voru í fyrra rúmlega 533 milljarðar kr. og höfðu dregist saman um 82,9 milljarða frá árinu á undan.

Á seinasta ári minnkuðu tekjur heimilanna af arði af hlutabréfum um 30 milljarða og féllu úr 42,8 milljörðum árið 2009 í 12,5 milljarða í fyrra skv. tölum Hagstofunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert