Jónas Guðmundsson, björgunarsveitarmaður hjá Landsbjörg, segir að björgunarsveitirnar finni vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Hann segir sveitirnar hafa farið tugi útkalla vegna ferðamanna sem hafi komið sér í ógöngur það sem af er ári. Hann segir að öryggismálin séu ekki eingöngu á ábyrgð björgunarsveitanna og þjónustuaðilar ásamt markaðsfólki verði að hafa þau í huga.