Var með yfirlit um símnotkun

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði fyrir dómi í dag að Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður hennar, hafi hlaðið niður ársnotkun úr síma hennar og sent númer til þriðja aðila til að fá upplýsingar um þau. Það mál er hins vegar ekki fyrir dómi.

Siv sagði að Þorsteinn hefði með blekkingum fengið nýtt leyninúmer að símnotkun hennar og hlaðið niður yfirliti með öllum þeim símanúmerum sem hún hringdi í á árstímabili. Hún sagði það afar bagalegt enda sé hún í samskiptum við háttsetta ráðamenn þjóðarinnar.

Hún tók fram að það mál sé hins vegar ekki fyrir dómi og hún þurfi að höfða einkamál vegna þess. Ekki kom fram hvort hún hyggist gera það.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert