Vilja upplýsingar um eiganda

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Það var óskað eftir upplýsingum um fyrirtækið úr fyrirtækjaskrá í Kína, þar sem komi fram hver sé eigandi og skipting hlutafjár. Einnig er beðið um ítarlega greinargerð þar sem skýra skal af hverju félagið Zhongkun Group telji sig þurfa að eignast fasteign á Íslandi.

Jafnframt bendir ráðuneytið á að  þegar erlendur aðili sem er ekki heimilisfastur á Íslandi fær leyfi til að kaupa fasteign á Íslandi þurfi hann að hafa umboðsmann sem er heimilisfastur á Íslandi og geti komið fram fyrir hans hönd,“ segir Halldór Jóhannsson, aðstoðarmaður fjárfestisins Huang Nubo sem hefur keypt jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því við fjárfestinn að hann skili frekari gögnum áður en tekin verði afstaða til umsóknar hans um undanþágu til kaupanna á jörðinni.

Aðspurður segist Halldór koma fram sem umboðsmaður Huang. „Alla vega til að byrja með á meðan verkefnið er að fara af stað. Síðan er gert ráð fyrir að fyrirtækið stofni hér félag og reki það eins og hver annar lögaðili.“

Hvað tímamörk varðar segist Halldór ekki hafa fengið upplýsingar um hversu langan tíma ráðuneytið taki sér til að afgreiða málið. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu séu ekki til neinar reglur um hversu langan tíma það hafi til að afgreiða erindi á við undanþáguumsókn Huang Nubo. Hann á þó von á að ákvörðun liggi frekar fljótt fyrir. Það sem skipti líka máli er að vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar um kaupin gott að fá niðurstöðu fyrr en seinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert