8% færri bílar um göngin

Hvalfjarðargöngin.
Hvalfjarðargöngin. mbl.is/

Um 8.000 færri ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng sumarmánuðina júní, júlí og ágúst í ár en á sama tímabili í fyrra. Umferðin var eilítið meiri í ágúst en minni í júní og júlí. Þetta kemur fram á vefsíðu Spalar, rekstraraðila ganganna.

Þegar á heildina er litið hefur umferð dregist saman um 4,5% það sem af er árinu 2011, þ.e. frá janúar til september. Spalarmenn ætla að efnahagssamdrátturinn í samfélaginu og hátt eldsneytisverð komi þarna við sögu. Umferð á þjóðvegum landsins hafi minnkað og það hljóti að birtast líka undir Hvalfirði. 

Vegagerðin gerir ráð fyrir að umferð dragist saman um 4,8% að jafnaði á landinu og miðar þá við 16 valda talningarstaði sem hún hefur á hringveginum. Það sem af er ári 2011 hefur umferðin dregist mest saman á Suðurlandi en minnst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu og næstminnst í grennd við höfuðborgarsvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert